FRAMTÍÐARMÚSÍK Þrettánda svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu haldið í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 12. september 2015 Á fyrri hluta svæðisþings tónlistarskóla, kl. 9:30-12:30, verður tekin fyrir eftirfarandi lykilspurning sem brennur á í starfsumhverfi tónlistarskóla: „Hvernig nást sameiginleg markmið um eflingu tónlistarnáms á Íslandi?“ Þann 13. maí 2011 undirrituðu ríki og sveitarfélög samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Samkomulagið rennur sitt skeið á næsta ári og algjör óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamönnum er boðið til samræðu og samstarfs um hvernig meginmarkmiðin með gerð samkomulagsins verði best tryggð til framtíðar. „R íki og sveitarfélög efla tónlistarnám“ - frétt samningsaðila frá undirritun dró fram helstu atriði samkomulagsins: „Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ ... „Sett verða ný lög um tónlistarskóla.“ Pallborðsumræður Stjórnandi pallborðs: Sigríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga Þátttakendur í pallborði: Valdir ráðamenn á hverju svæði fá boð um þátttöku Fulltrúi frá Samtökum tónlistarskólastjóra Fulltrúi frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Innleiðing umræðna: Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Innleiðing umræðna byggir meðal annars á eftirfarandi: „Sviðsmyndir um mögulega stöðu tónlistarnáms á Íslandi árið 2030“ - samantekt niðurstaðna úr sviðsmyndavinnu um framtíð tónlistarnáms á Íslandi. Samantektin er afrakstur vinnufundar sem Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum stóð fyrir 4. febrúar 2015. Þátttakendur endurspegluðu þversnið hagsmunaaðila og komu m.a. úr hópi kennara, stjórnenda, nemenda í Listaháskóla Íslands og starfsmanna sveitarfélaga. Ráðgjafi hjá KPMG og sérfræðingur í framtíðarfræðum stýrði vinnunni. „Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðar“ - samantekt frá samnefndri málstofu sem haldin var í Hannesarholti 24. janúar 2014 í samstarfi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Listaháskóla Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Málstofan samanstóð af 11 framsöguerindum og hópavinnu breiðs hóps þátttakenda undir stjórn stefnumótunarráðgjafa. „Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi“ - könnun FT (2009) unnin samhliða úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins á list- og menningarfræðslu á Íslandi (Dr. Anne Bamford 2009 /ísl. þýðing 2011). Könnunin varpar ljósi á starfsemi tónlistarskóla og umfang kerfis tónlistarskóla á Íslandi. Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) / Samtök tónlistarskólastjóra (STS)
© Copyright 2024 Paperzz