Stofnanasamningur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ Gildir frá 1. ágúst 2009 Stofnanasamningur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ 1. Gildissvið og markmið Stofnanasamningur er ekki sjálfstæður samningur heldur er hann hluti af kjarasamningi, sem tekur gildi 1. ágúst 2009. Samningurinn er sérstakur samningur milli Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMOS) og félagsmanna KÍ innan FMOS. Viðræður um stofnanasamning fara fram undir friðarskyldu. Stofnanasamningur er ekki aðeins um ákvörðun launa heldur er hann ekki síður tæki til að stuðla að jákvæðri þróun og breytingum í starfi stofnunar. Markmið breytinganna er að þær stuðli að gagnkvæmum ávinningi samningsaðila eins og betra skólastarfi og að efla kennara í starfi. Samningurinn nær til starfsmanna Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sem eru félagsmenn í FF og FS. 2. Röðun starfa í launaflokka Skýringar vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga FMOS hóf starfsemi á haustönn 2009. Samkvæmt samkomulagi um þróunarstarf í FMOS milli FMOS og KÍ f.h. kennara skólans frá 16. október 2009 verður kennsluskylda kennara 22 kennslustundir á viku í stað 24 kennslustunda frá og með skólaárinu 2009-2010 og þar til annað verður ákveðið eða kjarasamningur KÍ og fjármálaráðherra fjallar um annað fyrirkomulag. Forsendur fyrir lækkun kennsluskyldu er lenging skólaársins um fimm kennsludaga í samræmi við ný lög um framhaldsskóla frá 2008 (nr. 92/2008). Kennsluskyldulækkunin er fjármögnuð með þróunarstyrkjum sem samið er um í skólasamningi milli skólans og menntamálaráðuneytisins á hverju ári. Frá 1. ágúst 2009 raðast kennarar einum tímabundnum þætti hærra en ella vegna álags af þróunarvinnu. Þetta fyrirkomulag um einn þátt vegna álags gildir á meðan skólanum tekst að afla þróunarstyrkja til að fjármagna þróunarkostnaðinn eða þar til annað verður ákveðið. ____________ Við röðun kennara í launaflokka er fyrst og fremst litið til menntunar og kennslureynslu. Auk þess geta komið til persónu- og tímabundnir þættir þar sem m.a. litið er til ábyrgðar og hæfni. 2.1 Röðun kennara í launaflokka Kennari með BA- eða BS-próf (án kennsluréttinda) byrjar í launaflokki 3. Kennari með fagpróf (ekki háskólapróf) byrjar í launaflokki 2. 2.1.1 Áhrif menntunar á röðun kennara í launaflokka Kennslufræði til kennsluréttinda 1 launaflokkur Meistarapróf 1 launaflokkur 2 Doktorspróf* 1 launaflokkur * Þeir sem lokið hafa doktorsprófi fá alltaf tvo launaflokka vegna menntunar hvort sem meistarapróf er hluti af doktorsprófi eða ekki. 2.1.2 Áhrif kennslureynslu á röðun kennara í launaflokka Eftir 2 ár í kennslu 1 launaflokkur Eftir 5 ár í kennslu 1 launaflokkur Eftir 7 ár í kennslu 1 launaflokkur Eftir 10 ár í kennslu 1 launaflokkur Eftir 12 ár í kennslu 1 launaflokkur Kennslureynsla úr framhaldsskólum og háskólum er metin að fullu og kennslureynsla úr grunnskóla er metin upp að því marki sem hún nýtist í framhaldsskólakennslu. 2.2 Stjórnendur Aðstoðarskólameistari Í 5. gr. reglugerðar nr. 1100/2007 um starfslið og skipulag framhaldsskóla segir um aðstoðarskólameistara: Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara að höfðu samráði við skólanefnd til allt að fimm ára í senn að undangenginni opinberri auglýsingu. Aðstoðarskólameistari skal uppfylla skilyrði í ákvæðum laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur. Nánar má kveða á um starfsskyldur aðstoðarskólameistara í erindisbréfi er skólameistari setur. 2.2.1 Grunnröðun stjórnenda Aðstoðarskólameistari grunnraðast í launaflokk 14 2.2.2 Áhrif menntunar á röðun stjórnenda í launaflokka Framhaldsnám í stjórnun – diploma 0,5 launaflokkur (1 þáttur) Framhaldsnám í stjórnun – meistarapróf 1 launaflokkur 2.2.3 Áhrif starfsreynslu á röðun stjórnenda í launaflokka Eftir 5 ár í stjórnun 1 launaflokkur 2.3 Náms- og starfsráðgjafar Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann. Náms- og starfsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara. Náms- og starfsráðgjafi skal m.a.: a. skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum, b. annast ráðgjöf um náms- og starfsval, 3 c. taka þátt í að skipuleggja ýmsar aðgerðir til að stuðla að betri líðan nemenda í skólanum, d. fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf, e. liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda og vera þeim til aðstoðar við skipulagningu og umsjón með nemendahópum, f. hafa samband við forráðamenn nemenda þegar þörf er á, g. fylgjast með nýjungum á sviði námsráðgjafar, h. sjá um kynningar á skólanum i. vinna að ýmsum verkefnum í samráði við stjórnendur skólans, j. taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs Fara skal með vitneskju sem náms- og starfsráðgjafi öðlast um persónuleg mál einstaklinga sem trúnaðarmál. Árlegur starfstími náms- og starfsráðgjafa er í samræmi við vinnutíma kennara í kjarasamningi KÍ. Almennt er gert ráð fyrir að starfstíminn sé frá því að skólinn er opnaður eftir sumarleyfi að hausti og til 15.-20. júní (eða þar til vinnu við innritun lýkur). Nánari skipting vinnutímans er samkomulagsatriði milli starfsmanns og stjórnenda. 2.3.1 Grunnröðun námsráðgjafa Námsráðgjafi með meistarapróf grunnraðast í launaflokk 6 Námsráðgjafi með diplómapróf grunnraðast í launaflokk 5 2.3.2 Áhrif menntunar á röðun námsráðgjafa í launaflokka Kennslufræði til kennsluréttinda 1 launaflokkur Meistarapróf, annað en í náms- og starfsráðgjöf 1 launaflokkur 2.3.2 Áhrif starfsreynslu á röðun námsráðgjafa í launaflokka Eftir 2 ár í starfi 1 launaflokkur Eftir 5 ár í starfi 1 launaflokkur Eftir 7 ár í starfi 1 launaflokkur Eftir 10 ár í starfi 1 launaflokkur Eftir 12 ár í starfi 1 launaflokkur 2.4 Verkefnisstjórn Ef kennara er falið tímabundið að gegna sérstökum verkefnum jafnhliða kennslu getur hann raðast hærra en ella á meðan hann gegnir þeim. Hve mikil sú umframröðun er ræðst af umfangi viðkomandi verkefna auk þeirrar færni (kunnáttustigs/sérhæfingar) sem þarf til að geta innt verkefnin af hendi. Launaröðun vegna verkefna getur einnig verið í formi álags – sbr. lárétt röðunartilefni. 3. Persónu- og tímabundnir þættir Eftirfarandi er listi yfir persónu- og tímabundna þætti. Samið er um hvort þættirnir gilda í eina eða tvær annir og eru endurskoðaðir að samningstíma loknum. Laun fyrir persónu- og tímabundna þætti eru greidd á starfstíma skólans, 10 mánuði á ári (aðrir en þeir sem greiddir eru vegna viðbótarmenntunar og endurmenntunar). Þættirnir geta verið breytilegir frá 4 einum tíma til annars og álag á laun því breytilegt. Af því leiðir að á hverjum tíma er mismunandi hversu margir þeirra eru virkir og ræðst það af fjáheimildum skólans annars vegar og skipulagi faglegs starfs og stefnumörkunar skólans hinsvegar. Þar sem skólinn er í mikilli þróun getur samstarfsnefnd ákveðið að bæta við nýjum persónu- og tímabundnum þáttum. 3.1 Viðbótarmenntun 120 eininga BA/BS próf Diplómapróf 1 þáttur 1 þáttur 3.2 Aðrir persónu- og tímabundnir þættir sem til greina koma: Endurmenntun Leiðsögn með nýliðum Vinna við þróunarverkefni Kennsla fleiri en 3 ólíkra áfanga Kennsla áfanga í fyrsta skipti Starf í nefndum á vegum skólans Fagleg stjórnun Frumkvæði/forysta í skipulags- og uppbyggingarstarfi, þróunar- og nýbreytnistarfi Forvarnafulltrúi Tengiliður við nemendafélag Eftirtalin verkefni eru greidd sérstaklega: Yfirseta á skólakemmtunum, tímavinna í yfirvinnu. Kvöldfundir, s.s. foreldrafundir umfram einn á skólaári, opið hús og aðrir fundir, tímavinna í yfirvinnu. Ýmis skilgreind verkefni sem kennarar taka að sér, s.s. undirbúningur þemadaga, uppákomur á vegum skólans og fleira af þessum toga. Greitt sem tímavinna í yfirvinnu. Nemendaferðir. Fyrir umsjón í nemendaferðum sem skipulagðar eru sem hluti af skólastarfinu eru greiddar 12 klst. á dag að frádregnum fjölda kennslustunda í stundatöflu viðkomandi kennara á ferðadegi. Standi ferð yfir nótt, greiðast að auki 3 klst. Ferðir eru skipulagðar í samráði við stjórnendur. 4. Hlutverk samstarfsnefndar Samkvæmt kjarasamningi: 11.4.2.1 Samstarfsnefnd annast gerð, endurskoðun og breytingar á stofnanasamningi sbr. gr. 11.3. Þar skal og samið um röðun starfa skv. 25. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 11.4.2.2 Nefndin skal einnig fjalla um ágreiningsmál sem upp kunna að koma vegna framkvæmdar stofnanasamnings. 5. Meðferð ágreiningsmála Skv. Kjarasamningi: 11.4.3.2 Vegna ágreiningsmála. 5 Hvor aðili um sig getur skotið ágreiningsefnum sem upp kunna að koma vegna framkvæmdar stofnanasamnings til nefndarinnar. Beina skal erindi til gagnaðila með skriflegum hætti. Gagnaðili skal koma á samstarfsnefndarfundi svo fljótt sem auðið verður en þó ekki síðar en fjórum vikum eftir að erindið berst. Samstarfsnefnd skal svara erindum innan 5 vikna frá því að þau voru fyrst borin formlega fram á fundi nefndarinnar. Verði samstarfsnefnd sammála um breytingar á launasetningu eða öðru því sem til hennar hefur verið vísað, skal sú breyting gilda frá og með næstu mánaðamótum eftir að erindið var fyrst formlega borið fram í nefndinni nema annað sé sérstaklega ákveðið. 6. Gildistími og endurskoðun Samningur þessi gildir frá undirritun í eitt ár, eða þar til nýr kjarasamningur FF og FS við fjármálaráðherra hefur verið undirritaður. 6 7. Undirritun F.h. FMOS Mosfellsbær 17. janúar 2011 ______________________________ _____________________________ Guðbjörg Aðalbergsdóttir Guðrún Guðjónsdóttir F.h. Kennarafélags FMOS ______________________________ _____________________________ Hlín Rafnsdóttir Marta Guðrún Daníelsdóttir Vottar að réttri dagsetningu og undirskrift ______________________________________ ______________________________________ 8. Bókanir 7
© Copyright 2025 Paperzz