ロハス 【送料無料】 【足の疲れをもみほぐす 6つのマッサージ機能】 フット

Skýrsla vegna fundar leikskóladeildar Norrænu
kennarasamtakanna (NLS) í Osló 23. og 24. mars 2015
Mánudagur 23. mars 2015
Fundurinn hófst í húsnæði norska kennarasambandsins með því að Nina Beate Jensen frá
Utdanningsforbundet (Norska kennarasambandinu) bauð gesti velkomna.
Þá tók Anders Rusk (frá NLS) við og fór yfir dagskrá fundarins og samþykkt var fundargerð síðasta
fundar okkar sem var í Helsinki í Finnlandi í október 2014.
Þessu næst sagði sérhvert land/félag frá þeim vandamálum/áskorunum tengdar faglegu hlutverki
leikskólakennara í hverju landi.
Noregur
Það vantar leikskólakennara. Í sumum leikskólum eru einungis 10% starfsfólks fagmenntað og annars
staðar allt að 50%. Yfirleitt eru rekstraraðilar með 1 leikskólakennara og 2 ófaglærða aðstoðarmenn á
hverri leikskóladeild. Norska kennarasambandið hefur m.a. gert myndband til þess að vekja athygli á
þessu og sjá má það hér: https://www.youtube.com/watch?v=BSBE8BEtcwg
Í heild eru um 33% starfsmanna leikskóla með leikskólakennaramenntun
Faglegar áherslur leikskólans eru í hættu með svo lágu hlutfalli leikskólakennara. Réttur barna til þess
að hafa menntaða kennara er áhersluatriði kennarasambandsins.
Kröfur um skráningar og mat á börnum eru sífellt að aukast og ekki er til næg þekking á þvi hvernig á
að framkvæma þær í leikskólunum. Leikskólakennarar vilja að hlustað sé meira á sig og þeir vilja hafa
meira um málefni leikskólans að segja.
Finnland
Sama sagan og í Noregi, það vantar leikskólakennara, núna eru bara 30% starfsmanna leikskóla með
leikskólakennaramenntun. Menntun leikskólakennara er tvennskonar, sosialpedagoger og
barnehagelærer. Launakjörin eru ólík og það ríkir togstreita á milli hópanna. Barnehagelærer eru
háskólamenntaðir, en sosialpedagoger (småbarnsfostran) eru menntaðir í verknámsskólum.
Það eru til bæjarfélög sem sjá enga þörf fyrir að hafa háskólamenntaða kennara í leikskólanum.
Þannig að þar eru bara ráðnir sosiapedagoger, þeir eru jú ódýrari. Lögin segja að það eigi að vera
uppeldismenntaðir starfsmenn, en ekki hvernig menntun þeir eiga að hafa.
Ísland
Hjá okkur vantar líka leikskólakennara. Við sögðum frá því að það vantar 1300 leikskólakennara til
þess að uppfylla lögin um að lágmarki skuli vera 2/3 leikskólakennarar við uppeldi og menntun í
leikskólum. Það eru áhyggjur hér á landi vegna þess að atvinnuleysi er að minnka og þá verður alltaf
erfiðara að fá starfsfólk í leikskólana. Hvað gerist í haust þegar búið verður að opna mannfreka
vinnustaði, hótel og fl. vitum við ekki.
Við viljum líka fjölga karlmönnum í kennslu ungra barna og ætlum að vinna sérstaklega að því á næsta
starfsári. Við höfum áhyggjur af kennslufræði leikskólans með nýjum áherslum á læsi í Hvítbók.
Áhyggjurnar eru þá helstar af því að frjálsa leiknum verði ekki gert jafn hátt undir höfði og áður.
Kröfur verði á akademískt nám í anda grunnskólans í stað leiks. Leikskólakennarar verða að vanda sig
1
og útskýra betur á hvern hátt börn læra í gegnum leik.
Svíþjóð
Sænskir leikskólakennarar vilja skoða hópastærðir. Þeim finnst barnahóparnir of stórir - þeir vilja að
börnin séu ekki fleiri en 15 á deildum undir 3 ára. Sænskir leikskólakennarar vilja fá
undirbúningstímann viðurkenndann og að inn komi afleysing.
Færeyjar
Það er að ganga yfir mikil kreppa í færeysku samfélagi. Núna er að eiga sér stað sameining leikskóla
og mikill sparnaður. Það er ætlunin að fjölga börnum per. kennara til þess að spara í
starfsmannahaldi. Undirbúningtímar eru leyfðir eftir síðustu samninga, en það kemur engin afleysing
til svo það er erfitt fyrir leikskólakennara að fara frá.
Það er vandamál að nemar velja frekar læra grunnskólafræði en leikskólafærði í Háskólanum.
Nemarnir eru saman fyrstu tvö árin í námi, en verða svo að velja sér ákveðin kjörsvið eftir það og fáir
vilja velja leikskólafræðina. Sennilegast vegna launanna, en mikið munar á launum leik- og
grunnskólakennara í Færeyjum.
Danmörk
Ulla frá DLF í Danmörku sem er félag frístundafræðinga og leikskólakennara sem voru að kenna í
forskólabekkjum. Núna er búið að leggja niður forskólabekkina svo leikskólakennararnir misstu
vinnuna. Flestir hafa nú fengið vinnu í leikskólum, en það er ennþá eitthvað um atvinnuleysi á meðal
leikskólakennara í Kaupmannahöfn.
Ida BUBL sagði að félagið væri núna að leggja áherslu á gæði leikskóla. Verið er að ræða um það hvað
þurfi að lágmarki að vera margir fullorðnir með barnahópinn. Svipuð umræða og hér heima um
barngildin.
Það er ný námskrá leikskóla á leiðinni. Núna er líka áhersla mikil á málþroska barna, það eru áhyggjur
af Dönskunni því fleiri og fleiri börn eru ótalandi á dönsku. Menntamálaráðuneytið hefur miklar
áhyggjur af því og vill fara í átak vegna þessa.
Að loknum erindum frá öllum löndum/félögum var umræða um undirbúningstíma, fjölda þeirra og
afleysingar vegna þeirra. Fyrirkomulagið er ólíkt á milli landanna.
Að loknum hádegisverði hélt Morten Solheim leikskólaráðgjafi og háskólakennari fyrirlestur sem
hann nefndi: Hvað segja rannsóknir um ... hlutverk leikskólakennara og mikilvægi leikskóla.
Morten fjallaði um faglegar áherslur í leikskólanum, leit að fleiri leikskólakennurum og svo voru
samræður í hópum.
Í Noregi eiga að vera minnst 50% leikskólakennarar við kennslu í leikskólum samkvæmt lögum.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Það eru 90% fimm ára barna í leikskólum í Noregi, sem er heldur
minna en á Íslandi.
Námskrá leikskólans gengur út á umhyggju, nám og félagsfærni. Skráningar eru afar mikilvægar og
gerðar kröfur um þær í lögum og námskrá leikskólans.
Hvað lærir barn í leikskólanum - allir líta svo á að börnin eru að læra í leikskólanum.
Hágæða leikskóli einkennist af áherslum á einstaklinginn, mörgum menntuðum kennurum og
stöðugleika í starfsmannahópnum.
2
Samkvæmt rannsóknum þá felst í gæðum leikskólans:
- rútínan – starfið er vel skipulagt
- framfarir – hægt að merkja að börnunum fari fram í þroska
- afraksturinn – ábatinn af starfinu sýnilegur
Leikskólakennarar skipta máli fyrir:
- samskipti milli barna
- vinskap
- leik barna
Þessir þrír þætti leggja grunn að framtíð bansins og hefur allt að segja um frekara nám þess í
framtíðinni.
Hvers vegna gera leikskólakennarar ólíkt?
Morten sagði sögu um Vidas. Hann rakti leikskólasögu hennar og mikilvægi Fionu leikskólakennara á
nám hennar og þroska. Hún hafði mikil áhrif á þorska hennar og framtíð.
1. Samskipti barna og fullorðinna
Stöðugleiki í starfsmannahaldi hefur mikil áhrif á framtíðarmöguleika barnanna.
Félagsleg færni
Fiona leikskólakennari lagði áherslu á þroska einstaklingsins - hún velur að vera til staðar fyrir hvert
og eitt barn.
Umhyggja og félagslegir þættir skipta miklu máli - mæðrahyggja hefur þetta verið kallað hér heima.
2. Vinskapur
Að læra að eignast vini og að halda vinskapnum er afar mikilvægt. Anna Grete leikskólakennari sem
er samkennari Mortens í háskólanum gerði rannsókn á því hvernig vinskapur verður til hjá eins og
tveggja ára börnum. Hún á frábært myndband sem sýnir vinskapinn, hversu mikill hann er strax hjá
svo ungum börnum. Væri ahugavert að vita meira um þessar rannsóknir - athuga að fá eftirnafn
hennar.
3. Leikur
Leikur er það sem einkennir Norræna leikskóla. Við þurfum að hafa í leikskólunum fólk sem trúir á að
leikurinn sé námsleið. Börn læra mest í gegnum leik - Berit Ba.
Málið og leikur eru nátengd - Berit segir að leikurinn sé mikilvægur til þess að barnið þrói málið sitt og
verði „læst“.
4. Lýðræði í menntun
Snýst um rétt barnsins til að hafa áhrif á líf sitt í leikskólanum - þar lærir barnið að hafa áhrif á eigið líf
síðar á lífsleiðinni. Samkennarar Mortens hafa gert rannsóknir á því sem þeir segja of stóran
barnahóp ungra barna – það kom í ljós að því fleiri börn því minna fengu börnin að hafa áhrif á líf sitt í
leikskólanum. Það voru minni virk samskipti milli fullorðinna og barna. Börnin trufluðu of mikið leik
hvers annars - þau tóku leikföng af hvort öðru og grétu. Minni samskipti voru við einstaka barn og
valdboð voru ríkjandi.
3
Morten sýndi myndband frá tilraun sem sýnir hversu mikilvægt það er að mæður bregðist við
börnum sínum. Samspilið á milli móður og barns er mikilvægt.
https://www.youtube.com/watch?v=apzXGEbZht0
Hópumræður
1. Hvordan er pedagogdekning i deres land?
2. Er pedagog normering en kampsak i deres forbund?
3. Er det tydelig skille mellom assistener og pedagogers oppgaver i de ulike nordiske landene?
4. Hvordan kan det jobbes...............
Eftir smá kaffipásu fjallaði Mette Vaagan Slatten um fagmennsku leikskólakennara
Erindi sitt byggði hún á nýútkominni bók „Nye tider“ eftir hana sjálfa og Ann Kristin Larsen.
Leikskólinn og samfélagið
1. Áhrif samfélagsins af leikskólunum
2. Möguleikar leikskólans á að hafa áhrif á samfélagið
Alþjóðleg áhrif
Straumar og stefnur sem hafa áhrif á leikskólastarfið - OECD PISA EU UNESCO NHO o.s.frv.
Kröfur um skráningar í leikskólanum. Hvað fela nýjir tímar í sér - ný stjórnun - stýring bæjarfélaganna.
Markmið með leikskólastarfi þarf að ræða - ekki ósvipað skólastefnu í hverju sveitarfélagi hér á landi.
Í leikskólanum er verið að gera meira en að læra. Mismunandi pólitískar áherslur hafa áhrif inn í
leikskólann í gegnum skólastefnur hvers sveitarfélags. Kvantitet og kvalitet - Storre politisk
oppmerksomhet.
Meiri þýðing af leiðtogahlutverkinu og stjórnun - meira mikilvægi.
Hlutverk stjórnenda hefur verið að breytast síðustu 10 ár - meiri kröfur um að tekið sé tillit til
pólitískrar áherslna. 1994 var hlutverk stjórnenda ekki það sama og í dag - námskráin var ekki komin
og kröfur ekki þær sömu og í dag. New Public Management hefur haldið innreið sína í stjórnun
skólanna. Hún ræddi um áherslur á mat á skólastarfinu og sagði stutt í að í forstofur leikskólanna
væru komnir standar með mælitækjum svipað og í bönkum. Mynd af brosköllum yfir í fílukarl hvernig
hægt er að meta starf leikskólans.
Mette fjallaði svo áfram um mismunandi stjórnunarstíla í norskum leikskólum. Það hefur færst mjög í
vöxt að það er einn leikskólastjóri yfir mörgum leikskólum og svo er einn faglegur leiðtogi í hverjum
skóla sem stýrir faglegu starfi í samstarfi við deildarstjórnana. Það hefur verið gerð rannsókn á
viðhorfi leikskólakennaranna til þessa stjórnunarfyrirkomulags og eru flestir sáttir við það. Samt
kvarta þeir flestir yfir því hversu fagleg málefni fá ætíð minni og minni tíma til umræðu í
hversdeginum. 2/3 leikskólakennaranna segja að vinnan dreifist betur og faglegt starf er
þverfaglegra.
Mette fjallaði síðan um mismundandi skipurit leikskóla og áhrif þeirra á leikskólastarfið.
Að loknu erindi Mette spunnust umræður um faglegar áherslur og mikilvægi þess að
leikskólakennararnir fái tíma til þess að skipuleggja faglegt starf og einnig tíma til þess að viðhalda
faglegu hlutverki sínu.
4
Þá var farið yfir skipulag morgundagsins og ákveðið að fara ekki yfir skýrslur landanna, en hægt er að
lesa þær hér: http://nls.info/gemensamma-moten.html
Hér var gert hlé á fundahöldum og síðan var hittst á veitingastaðnum Argent í Operuhúsinu. Þetta var
afar glæslegur veitingastaður með A la Carte matseðli. Við áttum saman ánægjulegt kvöld við spjall.
Þriðjudagur 24. mars 2015.
Við vorum sótt snemma morguns og ekið í heimsókn í tvo leikskóla. Fjóla fór í Myrertoppen
barnehage og Haraldur í Bjerkealéen barnehage.
Myrertoppen
..er leikskóli sem rekinn er af Norlandia börnehavene http://www.norlandiabarnehagene.no/
Leikskólinn Myrertoppen (http://myrertoppen.norlandiabarnehagene.no) leggur áherslu á
upplýsingatækni sem verkfæri í námi og menntun ungra barna. Það er Cathrine Fragell Darre (
http://www.pedagogiskpraksis.no) sem er ráðgjafi hjá fyrirtækinu sem stýrir innleiðingu UT í
leikskólum Norlandia. Hún ásamt Trude Brandal fagleiðtoga leikskólans tóku á móti okkur.
Það eru tveir frumkvöðlar í hverjum leikskóla sem hafa það hlutverk að breiða út boðskapinn. Þessir
tveir kennarar sækja reglulega námskeið á vegum fyrirtækisins og miðla síðan til starfsfólks skólanna.
Það gengur yfirleitt vel að innleiða UT í starfinu, en mest áhersla hefur verið á skráningar með
ljósmyndum og myndböndum. Leikskólinn Myrertoppen er með eigin bloggsíðu þar sem miðlað er
skapandi vinnu með upplýsingatækni með börnunum: http://myrertoppenbarnehage.blogspot.com/
Leikskólinn vinnur útfrá kennslufræði Reggio Emilia og fór allt starfsfólk skólans til Stokkhólms í haust
og kynnti sér þau fræði í miðstöð Reggio Emilia þar í borg.
Deildirnar bera nöfnin Stjarna, Sól og Máni. Í leikskólanum eru 81 börn og starfsmenn eru 18 auk
matreiðslumanns og fagleiðtogans.
Það var afar notalegt og afslappað andrúmsloft í leikskólanum. Börn og starfsfólk voru þessa vikuna
búin að vera að vinna úr sólmyrkvanum. Elstu börnin voru að vinna að ýmsum verkefnum tengdum
honum bæði í vísindum og í skapandi starfi. Á yngri deildunum var áhersla á páskana sem í vændum
eru. Mikið er lagt upp úr skapandi starfi og ánægjulegt að sjá hversu aflsappað vinnuumhverfið var,
ekki skipti máli þó það væri svolítið út um allt á deildunum. Einnig hafa börnin fengið að mála á veggi
ef því er að skipta og var einmitt verið að vinna að einu slíku verkefni á meðan við vorum í heimsókn.
Útiaðstaða leikskólans var mjög góð, en nú þegar fer að vora vill svæðið verða eitt drullusvað, en það
mun lagast þegar líður á vorið og grasið fer að vaxa. Þangað til ætla þau bara að vera úti í pollagöllum
og njóta þess að drullumalla í moldinni. Það var frábært að fá að heimsækja þau og verður gaman að
halda áfram að fylgjast með vinnu þeirra. (sjá myndir)
Cathrine hefur gefið út tvær bækur um innleiðingu UT í leikskólastarfi, Kreativ bruk af digitale verktøy
og Blogg som pedagogiske verktøy.
Bjerkealéen barnehage
Er leikskóli sem sem er partur af sjálfstætt starfandi leikskólakeðju sem rekin rekinn er af fyrirtæki
sem kallast Kanvas. http://www.kanvas.no/ Kanvas er með þjónustusamning við sveitarfélög líkt og
tíðkast hér á landi.
Bjerkealéen barnehage (http://bjerkealleen.kanvas.no) hefur þá sérstöðu að 60% starfsmanna eru
karlkyns. Leikskólinn leggur áherslu á að búa börnunum umhverfi sem einkennist af öryggi, virðingu,
þróun, námi og leik, gleði og húmor. Leikskólastjórinn Petter Gudim Marberg leggur áherslu á að hafa
5
sem flesta leikskólakennara, en eins og er eru þeir um 60% af starfsliði skólans. Fjárhagur skólans
leyfir ekki hæra hlutafall fagmenntaðra kennara vegna þess að það færi með fjárhag leikskólans og
myndi keyra hann í þrot.
Aðspurður varðandi hvers vegna svo margir karlmenn störfuðu í leikskólanum svarað Petter því að
það væri stefna skólans að stuðla að jöfnu kynjahlutfalli kennara. Leyfir maður sér að ímynda sér að
sú staðreynd að Petter er sjálfur karlmaður hafi eitthvað árangurinn í því að jafna kynjahlutföllin að
gera.
Leikskólinn er í gömlu húsi. Mjög góður andi var í húsinu og mikil ró yfir öllu. Leikskólinn var þriggja
deilda með rúmlega 60 börn og 13 starfsmenn með stjórnendum. Langur biðlisti var eftir plássi á
leikskólanum og við síðustu innritun sóttu yfir 200 um 11 laus pláss. Leikskólagjöldin eru samt ekki
hærri heldur en í skólum sem reknir eru af sveitarfélaginu. Pette talaði um að markmiðið væri að
reyna að semja við sveitarfélögin um að fá meira greitt ef leikskóli er með fleiri fagmenn. Það hefur
gengið erfiðlega meðal annars vegna þess að sveitarfélögunum tekst ekki að sannfæra ríkið um hærri
greiðslur vegna þessa. Samkvæmt Petter eru sveitarfélögin almennt jákvæðari gagnvart hærra
menntunarhlutfalli en ríkið.
Mars 2015
Haraldur Freyr Gíslason formaður FL og
Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður FL og fulltrúi skólamálanefndar FL
Að vanda tókum við ljósmyndir og þær má sjá hér:
https://www.flickr.com/photos/felagleikskolakennara/sets/72157651654279345/
6