virðing, samvinna, árangur Náms- og kennsluáætlun á haustönn 2015 GAGN1QU05 Kennari: Daníel Símon Galvez Námsefni og verkfæri: Gagnasafnsfræði og SQL höf. Sigurður Ragnarsson. Efni frá kennara / efni af veraldarvef: Kennslufyrirkomulag: Í kennslustundum leggur kennari inn efni úr námsefni þar sem kynnt eru til sögunnar hugtök, aðferðir, myndir, rit, fyrirspurnir og fl. á glæruformi og einnig á töflu. Nemendur þurfa einnig að glíma við ýmiskonar verkefni í tímum tengdu námsefninu. Námsmat og markmið: Heimaverkefni: Próf: 50% (4 verkefni) 50% (3 próf) Í þessum áfanga er ekkert lokapróf. Til að ná áfanga þurfa nemendur að vera með að lágmarki 4,5 í meðaleinkunn úr prófunum þremur yfir önnina. Nái nemendur a.m.k 4,5 úr prófunum reiknast heimaverkefnin inn í lokaeinkunn. Áfangalýsing: Farið verður í hönnun gagnagrunna / taflna með tilliti til normalforma og vensla svo eitthvað sé nefnt. Nemendur vinna með gagnasöfn og fyrirspurnamálið SQL sem þeir nota til að búa til töflur og vensl, leita að gögnum í töflum, bæta við gögnum, uppfæra gögn og eyða gögnum. Skoðuð verða nokkur gagnagrunnskerfi bæði einföld og flóknari eins og MS. Access, MS SQL server og MySql Annað sem kennari vill láta koma fram: Mætið í allar kennslustundir og fylgist með því sem þar fer fram. Byrjið strax að lesa námsefni áfangans og vinnið jafnt og þétt yfir alla önnina. Skilið öllum verkefnum. Gangi ykkur sem allra best. Kennsluvikur. 1. vika 19. – 28. ágúst 2. vika 31.ágúst – 4. sept. 3. vika 7. – 11. sept. 4. vika 14. – 18. sept. 5. vika 21. – 25. sept. Mætingastaða I 6. vika 28. sept. – 2. okt. Áætluð yfirferð námsefnis Kynning á hugtakinu gagnagrunnur. Þekktir grunnar skoðaðir og einfaldar töflur smíðaðar (ein tafla í grunni). Kynning á vinnuumhverfi MySql. Meira um töflur, töfluhönnun. Vensl (fleiri en ein tafla í grunni). Fjöldatölur Skil á verkefnum. Próf. Heimaverkefni 1 Frumlykill, aðkomulykill og mikilvægi lykla í hönnun taflna / gagnagrunna. Kynning á sql fyrirspurnarmálinu. Töflusmíðar með create table. Heimaverkefni 2 Viðhald taflna með alter table, drop table. Próf 1 Gögnin meðhöndluð: insert into, update table, delete. 7. vika 5. okt. – 9. okt. 8. vika 12. okt. – 16. okt. Miðannarmati lokið Gögn skoðuð: select Heimaverkefni 3 Gögn skoðuð: select, where skilyrði, group by og having, töluleg föll og fl. 9. vika 19. okt. – 23. okt. Mætingastaða II Verkefnadagar 23. og 26. okt. 10. vika 26. okt. – 30. okt. Normalform: 1NF, 2NF, 3NF. Gagnagrunnslíkanið: Einindavenslarit, einindi, eigindi. Heimaverkefni 4 Próf 2 11. vika 2. nóv. – 6. nóv. Kennslumat. 12. vika 9. nóv. – 13. nóv. Heilindi gagna. Inner join, outer join. 13. vika 16. nóv. – 20. nóv. Mætingastaða III Undirfyrirspurnir. Heimaverkefni 5 14. vika 23. nóv. – 27. nóv Dimissio 27. nóv. View og Stored Procedures. 15. vika 30. nóv. – 2. des. Síðustu kennsludagar. Upprifjun námsefnis og síðasta prófið Próf 3 Áætlun er birt með fyrirvara um breytingar.
© Copyright 2024 Paperzz